Jæja ég þarfnast aðstoðar og helst á sekúndunni.
Ég er búinn að vera með stelpu í 6-7 mánuði núna og þykir mér mjög mjög vænt um hana.
Núna var verið að bjóða mér í annað skipti í mata hjá foreldrum hennar og gekk svo illa seinast ég gat ekki komið í heimsókn til hennar í 2 vikur.

Mér finnst alltaf þegar ég er í heimsókn eins og foreldrar hennar hugsi alltaf “drullaðu þér út”,
“hvern djöf ertu að gera hérna” og mér finnst þetta svakalega pirrandi að vita að ég sé ekki velkominn.

Nú spyr ég, hvern djöf ég á að gera?
Hafa fleiri lent í svona hremmingum?
Er komin tími á að gefast upp í svona sambandi (þ.e.a.s þetta er ekki þess virði?)
Eða á ég að reyna að sitja við matarborð með fólki sem vill ekki hafa mig?