Ohh ég er ekki í skemmtilegri aðstöðu núna! Sko málið er að ég á einn besta vin sem ég kynntist í 6.bekk, (er í 9unda núna).Hann er voða góður alltaf við mig og gerir allt fyrir mig.
En já í 7unda bekk þá byrjuðum við saman og vorum saman í svona 4 mánuði.´
Síðan sáum við að þetta var ekkert að ganga þannig að við hættum saman en héldum áfram að vera alveg bestustu vinir og urðum bara betri vinir eftir að við hættum saman.

En málið er að ég hætti aldrei að vera hrifinn af honum, ég er bara alveg að drepast úr hrifningu af honum :S Og hann á einhverjar stelpu vinkonur sem hann er að spá í og ég verð alltaf þvílík öfundsjúk út í þær og líður geggt illa þegar hann er að tala um þær en samt segji ég aldrei neitt og þykist alltaf vera ýkt happy fyrir hans hönd.

Hann veit ekkert að ég sé hrifin af honum og ég held að það sé bara best að hann viti það ekki því ég er alveg viss um að hann er ekkert hrifinn af mér! Og ef hann mundi vita það þá kannski myndi honum finnast óþægilegt að vera í kringum mig.

En ég veit bara ekki hvað ég get gert, ég er svo ýkt hrifin af honum að það kemst bara enginn annar strákur að hjá mér. Ég pæli næstum því ekkert í öðrum strákum útaf honum. Hvað get ég gert til þess að missa áhugann á honum því það er alltaf að verða erfiðara að vera í kringum hann því mér finnst hann svo sætur :S

Sorry hvað þetta er illa uppsett og illa skrifað en vonandi svariði þessu sem fyrst :) takk takk