Ég fékk leyfi hjá systur minni að skrifa grein á notandanafninu hennar (Taslan) og ég skrifaði greinina “Lífið í klessu:(” Commentin sem ég fékk á hana hjálpuðu mér alveg helling og takk fyrir.
Ég var alveg hætt að hugsa um að hætta með kærastanum og var orðin jákvæð og vonaði að sambandið gengi upp. Hann kom til mín í gærkvöldi og við kysstumst og kúruðum fyrir framan sjónvarpið og mér fannst ekkert vera að, hlóum og höfðum gaman svo hálftíma áður en hann fór sagði hann “Krissaa, ég þarf að segja þér svoldið… veit ekki hvernig ég á að segja það!” og ég sagði honum bara að segja þetta, ég myndi ekki grípa frammí eða neitt. Þá sagði hann mér að hann væri ringlaður og helmingurinn af honum langaði ekki til að vera með mér lengur en hinn helmingurinn vildi það, þetta var nákvæmlega það sem ég sagði honum 2-3 dögum áður, ég lá bara við hliðina á honum og hlustaði. Það var eins og að fá ríting í bakið og hjartað rifið út að hlusta á hann. Hann var sjálfur búin að segja að við værum alveg orðin sátt og mér fannst kvöldið hafa verið gott. Svo láum við þarna og ég sagði ekki neitt. Ég spurði hann hvort þetta væri búið og hann sagði “já, allavega í bili!” þetta var eimmitt það sem ég bað um 2-3 dögum áður en hann sagði að ef ég myndi biðja um að fá brake myndi hann taka því þannig að við værum alveg hætt saman og ég vildi ekki missa hann þannig ég reyndi að hugsa jákvætt og svona. Hann sagði í gær að hann þyrfti bara að fá smá tíma til að hugsa sig um… ég skil hann ekki, hann gat ekki leyft mér að fá smá tíma og svo biður hann sjálfur um það 2-3 dögum síðar. Ég fór út klukkan hálf 12 í gærkvöldi og labbaði bæinn á enda og til baka þegar ég kom heim gat ég ekki sofnað og gat ekkert sofið í nótt því ég var að reyna að skilja hvað væri í gangi í hausnum á honum, ég fór ekki í skólann í morgun því ég var bæði þreytt og að drepast í mígreni-hausverk, ég er ekki enn búin að komast að niðurstöðu, held að hann skilji sig ekki sjálfur enda bað hann um tíma til að hugsa. Ég skil hann alveg, mig langaði þetta líka. Ég vill samt alls ekki missa hann, ef þetta á ekki eftir að ganga upp seinna ætlum við að vera vinir áfram. Það er innan við sólarhringur síðan ég heyrði í honum, ég sakna hans, ég er vön að fá slatta af sms-um á dag eða símhringinum og svona, skrítið að fá ekki neitt allt í einu, ég sakna hans:( Vona bara að honum líði betur en mér núna……
Kveðja KrissAA!