Ég hef lengi pælt í hugtakinu ást við fystu sín og ég hef ekki verið að taka mikið mark á því en mín saga hlóðar svo.

Ég vinn í Bónus hvort sem þið trúið því eður ei og svo vill til að hún var að byrja fyrir stuttu.
Alltaf þegar nýr maður kemur í “staffið” þá eigum við að kynna okkur og kynnast nýa starfskraftinum og ég gekk að henni og var buin að rabba við hana i dálitla stund og mér fannst hún frekar viðkunnarleg og hlý manneskja en þegar dagurinn var á enda var ég orðin frekar heitur fyrir henni og þegar ég skutlaði henni heim röbbuðum við um heima og geima og það var mjög skemmtilegt og þótt ég vildi ekki sætta mig við það þá var ég rðinn dálítið skotin í henni og það átti eftir að aukast næstu daga.

Ég hafði tekið eftir því að hún var farin að brosa til mín og ég varð einsog eppli í framan og ég var farin að halda að hún væri eitthvað að spá í mig. Ég hitti hana svo á Nellys fyrir tilviljun og bauð henni uppá drikk og eftir kveldið þá bauð ég henni á Skólabrú að borða hún þáði boð mitt.

Ég þarf ykkar hjálp kæru Hugar! Hvað á ég að gera til að gera þetta meira eftir mynnilegt fyrir okkur bæði og hvernig á ég að tjá henni ást mín á henni :/

Við ætlum að borða næsta Fös. Þannig að öll ráð eru vel þegin.

p.s ég held að ég sé farinn að trúa á ást við fystu sín =) og ég segi ykkur hvernig gekk =)