Já….hreinskilni borgar sig…..

Þegar þú rífst við elskuna og þið verðið fúl eða sár er best að bíða smá stund meða að tala við hana…..því það er ekki sniðugt að ræða við fólk í reiði…..“Dæmdu aldrei í reiði, reiðin líður hjá en dómurinn situr eftir”…..
Svo eftir að reiðin líður hjá er hægt að ræða af hreinskilni :)

Maður finnur hvar veikleikinn liggur og lærir að opna sig :)

Ef þú gerir eitthvað vitlaust og elskan þín verður fúl skaltu bara biðja hana um að segja þér hvað þú gerðir rangt, þó svo að þú verðir sár að heyra það að þá veistu afþví og getur lagað það (ef það er einhver alvara í þessu og þér er ekki sama)

Þetta hjálpaði mér mjög, að heyra kærastann segja mér hvað ég gerði vitlaust og auðvitað verður maður smá sár en á endanum var ég eiginlga bara sár útí mig sjálfa fyrir það að segja eða gera þetta vitlaust…..ég bara fattaði það ekki strax að þetta var mín skyssa(í þessu tilfelli, og mjög augljós skyssa)
Og þegar við vorum að ræða þetta þá ákvað ég að segja honum margt af því sem hann gerir vitlaust….sagði honum að sumt af því sem hann segði væri óviðeigandi :)

Núna er minna um fýlu og reiði….núna vitum við hvernig við megum hegða okkur gagnvart hinni manneskjunni án þess að hún verði sár eða leið :)
Þó svo að það geti auðvitað komið upp sú staða að eitthvað annað geri mann reiðann,leiðann,sárann, og fýldann…..en þá er bara að ræða það líka :)
*kannski gleymir maður sér einstaka sinnum en þá er bara að segja manneskjunni að þetta særði mann*

Hreinskilni borgar sig….algjörlega ;)
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"