sæl veriði…
eins og staðan er í dag þá hef ég verið í sambandi með kærastanum mínum í rúmlega ár og allt hefur gengið vel hjá okkur. við búum saman og höfum gert síðustu 8 mánuði. ég elska hann út af lífinu, og hann elskar mig jafn mikið, nema það að stundum getur það komið uppá að það vanti gjörsamlega allan losta á milli okkar. ég veit það að ég gæti ekki hugsað mér að hætta með honum, ég gæti þessvegna sagt að hann sé “sálufélaginn minn” en þetta er samt svo óþæginlegt. við rífumst yfirleitt þegar þetta gerist, en náum samt alltaf sátt aftur. spunringin mín er samt gæti verið að það vanti lostann vegna þess að við séum of mikið saman? ég vill ekki flytja frá honum, en hvað finnst ykkur, getur lagað sambandið að fá smá brake frá honum, eða gerir það bara illt verra? ég nenni ekki að fá neitt skítkast eða eitthvað álíka, ég vill bara fá svör, ekki eitthvað rugl samt, þetta skiptir mig gríðalega miklu máli…
kveðja greenragga