Mér líður svo eirðalausri.. og að sjálfsögðu er þetta um strák! ég kynntist honum í haust, er með honum í skóla og í sýningunni sem ég er í. mér fannst hann alltaf bara skemmtilegur strákur, en svo eitt kvöldið var ég niðrí skóla með vinkonum mínum, og þær þrjár voru allar voðalega ástfangnar, en ég var bara þanna útúr kú, og fór þá að tala við strákinn.
ég talaði við hann í svona 5 mín. bara sona kurteisishjal, en vinkonur mínar fengu þvílíkar ranghugmyndir (sem byrjaði samt bara sem eitthvað djók) og voru alltaf að spurja mig hvenar við ætluðum nú að byrja saman, og hvort hann væri nú ekki líka hrifin af mér..
fyrst þá neitaði ég öllu sem þær sögðu, en svo þegar á tíman leið þá komst ég að því að það væri ekki út í hött að ég væri nú bara orðin hrifin af honum.. síðan byrjaði þessi “ást” mín til hans að vaxa. og hún bara óx og dafnaði, og ég náttlega talaði bara um hann, og það bjargaði bara deginum þegar hann labbaði fram hjá mér og blikkaði mig! svo alltaf þegar mér fannst eitthvað vera að ganga hjá mér með hann, þá kom bara eitthvað pínulítið komment frá einhverjum, og þá fór ég bara heim og braut niður allt sjálfstraust, og varð frekar þunglynd, og svona gekk þetta í marga daga.. en ég er svo hrædd um að þetta muni alveg gera útaf við mig. Hann er sá fyrsti sem ég hef virkilega haldið að eitthvað gæti gerst með (mitt ástarlíf er ekkert til að grobba sig af), og ég verð ekki auðveldlega ástfangin, og það er alltaf jafn erfitt að jafna sig af því, og ég er viss um að ef ég fæ ennaftur hjartasorg þá muni ég missa alla trú á ástinni.
það getur verið að þetta hljómi allt bara eins og hver önnur unglinga-hvolpaást, og það getur verið að þetta sé bara “þunglyndið” að tala núna. mikið vona ég það nú.. öll ráð um þetta eru vel þegin..