Úff, veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja, en læt samt vaða :)

Ég er búin að vera með strák núna í rúmlega eitt ár (ok, köllum hann bara Jón). Allt hefur gengið mjög vel þangað til fyrir svona þrem mánuðum. Þá byrjuðum við að rífast oftar og hlutirnir urðu frekar erfiðir.
Þessa stundina erum við í pásu, ég elska hann og sakna hans alveg svakalega mikið, en ég finn það samt sem áður hversu létt er yfir mér eftir að við tókum pásu, nú þarf ég ekki að búa við stanslaust rifrildi og leiðindi, því að það tekur á sálina að vera sí og æ í einhverju ósætti.
Fyrir svona þremur vikum(við erum búin að vera í pásu í tæplega tvær vikur) kynntist ég strák( og köllum hann bara Gunna)…í fyrstu var það ekkert öðruvísi, fínn strákur og allt það. En svo núna upp á síðkastið hef ég fundið tilfinningar mínar vaxa til hans. Er ekki að segja að ég sé eitthvað geðveikt hrifin af honum, bara smá skotin..:)
Samt veit ég að ég elska Jón og að hann er fyrsta stóra ástin mín, en ég er bara ekki viss um hvort ég vilji vera með honum ef að við rífumst all the time..
Hvað á ég að gera? ef að Jón kemur aftur til mín og vill byrja með mér, væri þá rétt að reyna aftur?
Og hvað á ég að gera í sambandi við Gunna? Er það eitthvað sem ég ætti að láta í friði eða eitthvað sem ég ætti að athuga frekar..?

Þætti mjög vænt um að fá einvher álit, er nefnilega alveg í einni stórri flækju..

Kv. Cata