Komiði sæl og blessuð. Ég er 17 ára gaur í MR sem er að pæla í ástarmálum, eins og margir á þessum aldri gera. Þó tel ég mig ekki vera gelgju, vaxinn upp úr því skeiði fyrir nokkrum árum. Ég hef orðið var við síaukinn áhuga hins kynsins á mér á þessu ári (ekkert mont hér í gangi, nota bene). Ég er ekki þessi manngerð sem stekkur á hvaða sætu stelpu sem er á árshátíðum eins og tíðkast hjá mörgum strákum. Ég er í rauninni bara að bíða eftir réttu stúlkunni, ef þið skiljið hvað ég meina. Er það málið eða ætti ég að vera aðeins minna…. íhaldssamur í ástarmálunum? Öll skítkasts-laus svör eru vel metin.