Ég er svo ástfangin því ég er búinn að finna sú einu réttu og ég ætla að pósta hér ástarbréf sem ég samdi til hennar.
____________

Hjartað hamast, eins og gömul járnbrautalest sem er að fara sína síðustu ferð…með bros á vör því ferðin endast og verður löng.
Áður en þú fæddist, áður en þú komst allslaus inn í heimin, var búið að ákveða allt. Það er búið að ákveða tungumál þitt. Það er bara eftir að kenna þér það. Það er búið að ákveða framtíð þína. Það er bara eftir að leyfa tímanum að renna út á undan. Og það er búið að ákveða hver sálufélagi þinn er og hver er sanna ástin í lífi þínu. Þú ert bara eftir að finna hana. En það hef ég gert.
Þetta er allt örlög sem ég er búinn að tala um.
Ég elska þig meira en allt í heiminum og ég er tilbúinn að fórna öllu fyrir þig. Ég er nú þegar búinn að missa tvo vini vegna sambands okkar. Ég er reiðubúinn að missa alla vini mína fyrir þig, en þú veist ástin er blind og vinátta lokar bara augunum. Ég elska þig.
Ást er vímuefna sem ég er að ofnota. Ég get samt ekki með orðum lýst hversu ástfangin ég er af þér. Þú ert búinn að gefa lífi mínu tilgang, þú ert allt sem ég óska mér. Og ég vona að þetta samband mun endast að eilífu.
Þó við séum bæði aðeins sautján ára gömul og allt lífið framundan veit ég að líf okkar eru sameinuð og við erum tveir einstaklingar með eitt líf.
Ég get ekki verið án þín í einn dag, við höfum hist á hverjum degi síðan við byrjuðum saman. Nema einu sinni hingað til, þá var ég að deyja úr söknuði og ég hugsaði um þig stanzlaust allan dagan.
Þegar við liggjum saman og þegar þú faðmar mig, finnst mér eins og við pössum saman eins og tvö púsluspil. Ekkert getur hamlað mér að elska þig. Ég mun aldrei svíkja þig. Þegar þú heldur utan um mig og horfir í augun á mér og segir að þú elskar mig, þá þiggur við að ég tárist af gleði og mér finnst ég vera heppnasti strákur á jarðríki.
Allt sem ég hef sagt hér að ofan er satt og ég meina það með öllu hjarta og ég held að engin sé eins ástfangin og við.



**** mín

Ég elska þig og ég mun alltaf gera það.

Þinn að eilífu
*****