Í fyrra átti ég frábæran kærasta, hann hafði allt sem frábær kærasti þarf að hafa… Ég hafði aldrei borið svona tilfinningar til neins áður… Þetta var ótrúlega skrýtið… Við vorum rosalega samrýmd og vorum saman á öllum stundum… Allt gekk eins og í sögu… Ekkert gat klikkað eða hvað?

Svo missti hann pabba sinn… Hann gjörbreyttist… Hann tók miklar skapsveiflur sem bitnuðu mjög oft á mér… Og hann fór líka að loka sig svolítið inni… hætti að tala við vini sína og talaði mjög sjaldan við mig…

Ég gat ekki hugsað mér að vera í svona sambandi… Við ætluðum að vera vinir… en hvað við tölum nánast aldrei saman… hann er alveg hættur að tala við alla vini sína… hann er með lélega skólasókn (hann var alltaf með toppeinkunnir og góða skólasókn)… ég er bara að spá… gæti þetta verið þunglyndi? hef ótrúlegar áhyggjur af honum…
-Það er ljótt fólk sem heldur fram að fegurðin komi innan frá