Ég fékk kast á kærastanum mínum í gær, fór að hágráta og sagðist vilja binda endi á sambandið (sem ég meinti ekki). Þannig er að ég kom að honum í tölvunni þar sem hann var að tala við vin sinn og var að senda honum myndir af mér. Þar sem myndirnar af mér voru vistaðar í tölvunni sá ég nokkrar myndir með nöfnum á hans fyrrverandi. Ég er rosalega afbrýðisöm útí þessa stelpu og þó að kærastinn minn segist bara elska mig og enga aðra þá koma þessir örfáu klukkutímar þar sem ég er svo reið að ég bara fera ð hágráta… s.s. eins og í gær. Hann geymir sem sagt myndir af henni og af þeim inná tölvunni, ásamt nokkuð mörgum myndum af öðrum stelpum sem ég veit að hann hefur sofið hjá. Ég fékk ekki að skoða þessar myndir og varð alveg brjál, því ég var alveg viss um að þetta væru myndir sem að hann ætti ekki að eiga nema af núverandi kærustunni sinni (ef þið skiljið hvað ég á við). Svo þegar hann fer á klósettið tek ég símann hans og byrja að skoða smsin (ég veit að það er lásí en ég bara varð :s) og þar eru sms frá einhverjum stelpum (reyndar ekkert gróf, bara svona vina) en ég varð samt svo sár… veit ekki af hverju :s En svo missti ég mig algjörlega og hann spurði hvort að hann ætti að deleta myndunum… og ég sagði nei því að ég vil ekki að hann geri það nema að hann vilji það… og svo sættumst við og allt það en ég er ennþá eitthvað skrítin. Eitthvað svo sár. Mér finnst svo óviðeigandi að hann sé að geyma þessar myndir inná tölvunni. Hvað finnst ykkur??? Átti ég rétt á að vera svona sár og reið???
Ég er alveg að farast :s veit ekki hvað ég get gert til að losna við þessa afbrýðisemi… ég veit að ég á að treysta honum en ég bara get það ekki! Ég er ekki hrædd við framhjáhald, ég er bara hrædd um að hann verði hrifinn af þessum stelpum og hætti með mér! … það hefur gerst tvisvar áður. Ég sagði honum í gær að ég væri ekki örugg í þessu sambandi, ég þyrði ekki einu sinni að spá í hvort við yrðum saman í næsta mánuði… og erum við þó búin að vera saman í hálft ár (fyrir utan hin tvö skiptin!)
Ég er svo rugluð :s veit að ég vil vera með honum en ég finn ekkert öryggi! Hvað á ég að gera??? Mér líður svo ótrúlega illa