Sorgarsaga

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en við skulum segja að vandamálið tengist ákveðinni stelpu (eins og alltaf) og ég viti ekkert hvað ég eigi að gera.

Svo er mál með vexti að ég er virkilega undarlegur, og þá sérstaklega þegar kemur að kvenfólki. Ég þekki og hef hitt um ævina fullt fullt fullt af fallegum stelpum, stelpum sem allir vinir mínir standa slefandi yfir (bókstaflega) en einhverra hluta vegna hef ég í fæstum tilvikum áhuga á þessum stelpum, og þegar ég hugsa út í það þá held ég að ég hafi bara einu sinni orðinn hrifinn af stelpu um ævina. Þ.e.a.s þangað til núna í sumar.

Ég kynntist þessari stelpu í gegnum vin minn og hún er einhver sú æðislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Flestar stelpur sem ég kynnist sko eru oftast frekar áhugalausar þegar kemur að því að tala við mig en einhverra hluta vegna gat ég talað við þessa stelpu allan daginn, allt sem hún gerði fékk mig til að brosa eða hlæja (meira að segja þegar hún ropar), svo við það bætist hvað hún er ótrúlega falleg.

Ég hinsvegar hef alltaf verið feimna týpan, ég er ekki bara sjúklega feiminn heldur er ég óakveðinn og já, vill frekar fara heim fúll og segja við sjálfan mig “hún myndi hvort eð er aldrei vilja mig” (sem er oftast satt) heldur en að reyna að gera eithvað í málunum.
Þannig gekk þetta í þónokkurn tíma í sumar þangað til ég fór að hitta hana oftar, þá með vini mínum, þá fór mér að verða ljóst að ég var miklu hrifnari af henni heldur en ég hafði haldið, eða þorað að viðurkenna. Ég fór að hugsa hvort það væri möguleiki á að hún væri eithvað hrifin af mér en þar sem ég hef nákvæmlega enga reynslu í kvennamálum þá varð þetta erfið spurning.

Ég fór að hugsa um þetta daglega, fór í störukeppni við alla veggi sem urðu á vegi mínum, og þá sérstaklega loftið á herberginu mínu, á meðan ég hugsaði um þetta og hvort ég hefði kanski klúðrað gullnu tækifæri til þess að vera með manneskju sem ég kanski elskaði. Ég endurtek að mér hefur aldrei liðið svona þegar ég hugsa um manneskju.

Jæja en þá kom að því, annar einstaklingur sem hún kynntist bara nýlega kom inn í spilið og ekkert sem ég gat gert í því, hún varð hrifin af honum og nú eru þau að deita á fullu og eyða öllum stundum saman. Ég fylltist einhverri tómleika tilfinningu sem ég hafði aldrei nokkurntíman fundið áður varð einstaklega fúll við alsaklausa vini mína sem komu málinu ekkert við.

Ég fór síðan á djammið með vini mínum, stelpunni og stráknum sem hún var hrifin af en það var fyrsta skiptið sem ég sá hann.

Það skrítna var að hún lét eins og hún hafði alltaf látið, maður hefði haldið að hún myndi liggja utan í manninum allt kvöldið en ég fékk á tilfinninguna að hún hefði meiri áhuga á mér en honum, ég dansaði reyndar ekkert við hana (lagði ekki í það með gaurinn þarna, svo hata ég að dansa) en meðan við sátum sat hún milli mín og hans og var alltaf eins og vanalega ‘snertandi mig’(ekkert perralegt :]), spjallandi við mig og að stríða mér. Bara utan í mér allt kvöldið.

Ég get ekki alveg útskýrt það en þarna datt mér síðan í hug að ég hefði kanski ekki átt að gefast upp þegar hún varð hrifin af þessum gutta, því hún hafði alltaf látið svona við mig, alltaf þegar hún labbaði framhjá mér þá strauk hún mér yfir bakið eða eithvað álíka, hló næstum alltaf af öllu sem ég sagði (og ég er ekki fyndinn einstaklingur).

Kanski er þetta bara einhver óskhyggja, ég veit það ekki en ég get ekki losnað við þessa tilfinningu og finnst alltaf eins og ég eigi að gera eithvað í þessu en veit ekki hvað. Ekki það að ég hafi tíma, nú er hún búin að vera að deita þennan gaur (sem er btw ekkert smá leiðinlegur) í næstum viku og svo hverfur hún úr lífi minu á næstunni. :(

En æi vá, gott að fá smá útrás fyrir þetta. Ég er að fatta að þetta átti að vera korkur, kanski frekar langt. En allavega þetta skilst örugglega voðalega illa þar sem ég settist bara niður og fór að skrifa það sem ég var að hugsa :P

P.S nú er bara að vona að enginn sem ég þekki lesi þetta, það væri subbulegt.