jæja ég er með smá vandamál. Ég ætla yrst að taka það fram að við erum öll 15 (eða að verða það allavegana) Sko málið er það að ein vinur minn og ein vinkona mín byrjuðu saman núna í sumar. Jæja ég veit ekki alveg hversu alvarlegt þetta var hjá þeim en þetta var allavegana eintóm sæla hjá þeim tveimur.

Jæja svo var “party” einu sinni í sumar heima hjá stráknum. Eða sko ekki eiginlega party við vorum bara nokkur saman heima hjá honum og hann var einn heima. Anyway stelpan hún komst ekki af því að hún þurfti að passa og eitthvað.

En við 3 vinkonurnar og eitthverjir strákar vorum þarna og bara voða gaman. Ég játa það að við vorum soldið að drekka en það var ekki eins og við vorum eitthvað mikið full. Jæja svo vorum við eitthvað að fíflast og eitthvað og við og strákurinn vorum bara ein inni í einu herberginu og svo kyssti hann mig og dómgreindin hjá mér var ekki alveg í fullu lagi hjá mér og ég kyssti hann á móti og við fórum upp í rúm og vorum eitthvað að kyssast og sonna en það gerðist ekkert samt.

Núna er ég með svo ógeðslega mikinn móral yfir þessu og mér líður bar frekar illa. Svo lætur strákurinn eins og ekkert hafi gerst…

Þannig að spurning mín er ætti ég að seigja stelpunni frá þessu eða ekki??