Jæja, eftir verslunarmannahelgina hafa margir að segja um kvennamál.. það sem gerðist hjá mér var það að ég var að horfa á brekkusöng á ónefndum stað með frænda mínum. Við vorum alveg í góðum fílíng og svona :P
En síðan einn tímann þá lít ég til hægri og sé þessa stelpu sem ég kannast alveg ofboðslega við, og var helvíti myndarleg fannst mér…allavegana ég leit aftur fram, og tvem sekúndum síðar lít ég aftur og sé að hún hafi tekið eftir því að ég hafi horft á hana, og ég sé mér til mikillar furðu að hún gapir á mig..eins og hún væri að segja “váhh..”eða guð má vita hvað hún væri að meina.. en ég horfi á frænda minn og segi “tss.. hehe hvað er þetta?” en síðan kemur hún til okkar og horfir á mig og segir“ Má ég taka mynd af ykkur strákar, þið eruð helvíti fínir þarna” ég segi auðvitað “já sjálfsögðu” og síðan segi ég við hana“ bíddu..kannast ég ekki eitthvað við þig” hún sagði“ jú..gæti verið ég veit það ekki” en síðan sagði ég “bíddu..ertu ekki með mér í skóla..
Og svo komust við að því að við vorum saman í skóla og hún sagði geðveikt hátt við vinkonu sína ”Gaurinn er með mér í skóla :D" Og síðan förum við að tala um eitthvað um mörg böll og svona og síðan þegar hún þurfti að fara þá var hún búin að taka 5-6 myndir af mér og vini mínum, en hún leit varla á frænda/vin minn sagði hann.. Og allan þennan tíma þegar hún var að tala við mig þá kolféll ég fyrir henni. og síðan þegar ég var að labba heim þá gat ég bara ekki hætt að hugsa um hana og get ekki enn.. En nú kemur það leiðinlega.. Daginn eftir þá var ein ónefnd keppni í gangi, og þegar henni lauk þá sá ég hana vera í bíl með tvö hjörtu málaðar á kinnarnar.. og svo þegar ég labbaði framhjá bílnum þá setur hún höndina fyrir í þá átt sem snýr að mér..og ég tek fram að pabbi hennar eða einhver var með henni í bílnum..og núna er ég að taka eftir á folk.is síðum að hún séi frekar atyglissjúk, og flippuð.
Núna fer skólinn bráðum að byrja og nú er spurningin.. hvað ætti ég að gera?<br><br>Thorin.