ég þarf nauðsynlega hjálp ykkar! hvað á ég eiginlega að gera? skomm…..málið er það að ég á alveg yndislegann kærasta! mér þykir mjög vænt um hann,en ég er orðin hrædd um að mér þyki bara vænt um hann en sé ekki hrifin af honum. Ef þið skiljið mig! hann er einn af þessum “tilfinninganæmu og væmnu” gaurum og í sannleika sagt er ég orðin töluvert þreytt á því! Ef ég myndi hætta með honum yrði hann alveg miður sín og yrði í rusli í nokkrar vikur! ég veit það vel eftir….uhh..ákveðnum leiðum! ;)
Svo til að rugla það frekar! Síðan ég var 10 ára hef ég átt hálfgert “obbsession” eins og var verið að tala um í einni greininni hér á undan. Þetta er strákur sem ég hef verið hrifin af síðan ég sá hann fyrst! Við eigum margt sameiginlegt,en því miður búum við í sitthvorum landshlutanum! :( ég er alltaf hrifin af honum þó að ég sé kannski hrifin af öðrum gaur líka! þeir sem eru með svona obsession ættu að þekkja það vel. Allavega,í gær þá hitti ég þennann strák og hann fór eitthvað að kyssa mig og svona! þar sem ég er ótrúlega hrifin af honum (þó að ég sé á föstu :S) kyssti ég hann bara á móti. Við vorum síðan bara að kela allt kvöldið og við gerðum meira en ég og kærastinn minn höfum gert! :-/ ég er semsagt eiginlega meira hrifin af þessum gaur heldur en kærastanum mínum.
núna er ég með alveg þvílíkt samviskubit! ég er í algjöru rusli! kærastinn minn heldur að ég sé ótrúlega hrifin af honum og hann er ótrúlega hrifinn af mér! og hann er svo góður strákur og ég vil ekki særa hann….þó að ég sé eiginlega búin að því með því að kela við hinn strákinn! en ég ætla sko ekkert að fara að segja honum frá því!
Kallið mig bara druslu eða eitthvað,en ég verð samt að fá hjálp frá þeim sem vilja hjálpa mér! Hvað get ég gert?