Sæl.

ég ákvað að skrifa þér þetta bréf því mér langar til að segja þér hvernig mér líður. Eftir að við vorum búin að vera saman í eitt ár og tvo mánuði fékkst þú alveg nóg af mér. það gerði ég líka. eftir að þú sagðir mér upp tók ég sjálfan mig í gegn og breytti ýmsu í sambandi við sjálfan mig. ég tók mig í gegn líkamlega og losaði aðeins um þá fitu sem að hafði safnast utaná mig í allri þessari óhamingju sem að ég var búinn að framleiða í kringum mig, ég fljótt áttaði mig á því að þessi óhamingja var einmitt ein ástæða þess að þú sagðir mér upp. eftir það fór ég að tala við fjölskylduna mína meira og er samband mitt við hana betra en það hefur nokkurn tíman verið á ævi minni.
en þó svo að ég hef gert ýmislegt til að eyða minningunni af þér úr lífi mínu, fengið mér vinnu, og aðra vinnu, nýjan bíl og farið að stunda djammið af meiri hörku en áður, þá hefur ekki liðið sá dagur síðastliðna mánuði sem að ég hef ekki hugsað um þig. hvað þú værir að gera, með hverjum þú værir og svo framvegis. ég hef alltaf haldið í þá von um það að einhvern daginn munir þú sjá mig eins og ég er. síbrosandi og nokkuð hamingjusamur gaur. en þó svo að ég er hamingjusamur í dag þá finnst mér þú alltaf vanta í lífið mitt.
ég býst við því að það sem að ég er að reyna að segja er(verst að ég þori ekki að segja það við þig í eigin persónu, heldur verð a tjá mig svona) að ég sakna þín og ég vona að þú munir einhverntíman verða mín aftur því að ég elska þig enn.

kv. ég.

p.s. ég efast um að þú munir nokkurn tíma lesa þetta en ég er samt glaður ef að það mundi ske einhverntíman. en þegar að þú lest þetta, hryngdu þá í mig. mér langar til að tala við þig en ég þori því bara ekki.