Ég hef orðið var við það þegar stelpur, segjum á aldrinum 15-18 byrja í sambandi þá eru þær yfirleitt ekkert hrifnar af gaurunum eða hafa ekki mikin áhuga á þeim til að byrja með. Ég heyri það oftast þegar stelpurnar hætta með strákunum að þær hafi bara ekki verið nógu hrifnar af viðkomandi. Afhverju ætti maður að fara í samband ef maður er ekki rosalega hrifinn af hinum aðilanum. Byrja þessar stelpur bara með strákunum án þess að vera mjög hrifnar af þeim og vonast bara til að þær verði hrifnar af stráknum með tíð og tíma? Mér finnst þetta alveg út í hött. Endilega gefið mér comment á þetta stelpur og segiði mér hvað þið eruð að hugsa eða er þetta bara vitleysa í mér? Kannist þið ekkert við þetta?