Þannig er mál með vexti að ég kynntist stelpu um daginn. Hún er á svipuðum aldri og ég. Ég var með henni um daginn þegar við tvö vorum ein og ég er svo hrifinn af henni. Ég næ ágætu sambandi við hana þegar ég tala við hana bara við tvö ein en svo á ég heima langt frá henni en er samt svo dauðhrifinn af henni að ég er að deyja. En ég hef ekkert sagt henni neit að ég sé hrifinn af henni eða neitt þannig og svo erum við líka þannig tengd að ég get ekki talað við hana um hvort að hún sé hrifin af mér. Ég flyt til Reykjavíkur eftir 1 ár en ég veit ekki hvort að þá verða málin eins og í dag. Svo ég er ráðavilltur og veit ekkert hvað ég á að gera í þessu máli svo ég bið ykkur hugara að aðstoða mig í þessu máli. TAkk fyrir Loveguru2