Ég geri ekki sömu mistökin í samböndum aftur. Ég hef verið í 2 samböndum á ævinni og alltaf hef ég ósjálfrátt látið vaða yfir mig. Þeir sem reyna við mig, hefur tekist að reyna við mig með því að segja að ég sé svo ljúf og góð. Ég hef látið þetta virka vel á mig þangað til núna. Þeir hafa bara viljað að ég sæti eins og góður engill inní stofunni þeirra á meðan þeir gera hitt og þetta og skilja mig eftir og hætta að taka tillit til minna þarfa. Þetta eiga þeir að hafa innbyrgt í sér að taka tillit til konu sinnar (ég var nú ekki gift sem betur fer). Nú verð ég með langar yfirheyrslur næst um að þegar mér er misboðið þá eru þeir í slæmum málum og mega forða sér með skottið á milli lappanna. Ég er enginn engill og það er bara í draumórum þeirra. Ég er búin að lenda á þessum aulum og sjálfselkunördum að það er ólýsanlega fyndið. Þvílíkir heimskingjar að kunna ekki og nenna ekki að bera ábyrgð. Ef maður ber ekki virðingu fyrir sjálfum sér er maður ekki hæfur til að bera virðingu fyrir öðrum því maður kann það ekki