Málið er að ég er hrifinn af stelpu, ekki að spyrja að því, en ég hef upplifað það í gegnum tíðina að vera hrifinn af hinum og þessum stelpum (hef samt aldrei gert neitt í því). Málið er aftur á móti að ég finn að þetta er mun meira en í öllum hinum tilfinningunum. Sem dæmi þá hef ég verið hrifinn af þessari í meira en mánuð þegar ég missi venjulega áhugan eftir viku eða minna. Það er líka að ég hugsa mjög mikið um hana, hef reyndar ekki hugsað um neina aðra á þennan hátt áður, og oft þegar ég hugsa um hana fæ ég fiðring í magan. Þegar ég kemst að því að ég geti ekki hitt hana fæ ég hræðilegan hnút í magan sem veldur depurð yfir megnið af deginum, stundum allan daginn. Við erum góðir vinir, myndi ég segja, og tölum gjarnan saman þegar færi gefst, og mér líður mjög vel þegar ég er nálægt henni.

Ég ætla ekki að biðja um nein ráð um hvort ég ætti að segja henni frá þessu eða ekki, enda fengið ýmsar ráð og skipanir varðandi það. Það eina sem ég er að velta fyrir mér er hvort ég sé, miðað við þessa lýsingu að ofan, ástfanginn eða ekki.<br><br><a href="http://www.animeima.tk"><b>–AniMA–</a></b> fyrir alla (í MA)