ég er frekar feimin og hef ekkert of mikla reynslu af samböndum þannig að mig langaði að spyrja ykkur reynsluríku um ákveðið mál;)

ég er sem sagt hrifin (eða jafnvel ástfangin) af strák sem ég þekki vel. Við erum saman í skóla og því hringir hann oft að spurja um eitthvað tengt skólanum en byrjar + endar samtölin á því að fræða mig um hans fjölskyldu og honum sjálfum og hvað hann hefur gert öll þessi ár sem við þekktumst ekki og svoleiðis. Hann veit alveg fullt fullt um mig og tekur eftir öllum smáatriðunum sem ég segi í samtölunum og spyr mig um þau seinna (eða spjallar um þau:)) Við hittumst daglega í vetur, á meðan skólinn var.. en núna er komið sumar og þá heyri ég í honum nokkrum sinnum í viku. Ég hef farið í heimsókn til hans og hann komið til mín en mest erum við þó að spjalla í síma og í skólanum+beint eftir skóla.
Mig langar að deita hann - i'm falling for him og hann er algjört æði og gæða drengur ;D En ég þori ekki að spurja hann og veit ekki hvernig honum líkar við mig – á þann hátt..

Hann er minn langbesti strákavinur en ég veit ekki hvort ég þori að missa hann með því að spurja hvernig honum finnst ég… (já ég er algjört chicken)

En hvað haldiði? er eitthvað í gangi eða er þetta bara vinátta??

.. og takk - ekkert diss!

kv. helva