Jæja. Á kærustu eins og stendur. Mér þykir vænt um hana og allt það, hún er góð og falleg og við höfum verið saman í u.þ.b. ár. Þetta er fyrsta sambandið mitt og ég er mjög ánægður að það sé búið að endast svona lengi.
Ég var einu sinni mjög hrifinn af stelpu sem ég átti engan séns í. Hún er frábær og mikið að ske í kringum hana þótt ég þekki hana ekkert mikið. Flestir strákar sem þekkja hana segja að hún sé æði.
Svo fyrir dálitlu byrjaði ég að tala við hana aftur BARA SEM VINIR. Og ég vildi (og vil) kynnast henni sem vinir. Og hún vildi það líka.Svo nuna nýlega hættum við bara alveg að tala saman.Svo sagði vinur minn mér að hann hefði frétt frá vinkonu hennar að hun hefði verið með áhuga fyrir mér þvílíkt lengi. Ég væri svo til í að kynnast henni en eg vil ekki gera kærustuna öfundsjuka??! hvað í fjandanum á ég að gera?? Þessi stelpa er það besta held ég en ég vil heldur ekki enda samband mitt við gelluna mina strax,ef þetta rugl með hina myndi ekki ganga.. hljómar sjálfselskulega en svona líður mer.. einhver hjálpa mér. ég veit að ég er drullusokkur en já, ekki dæma miiig