okei,málið er að ég var með einum strák sem ég var geðveikt hrifin af.ég sagði honum upp þótt ég væri ennþá hrifin af honum.núna er liðið eitt ár síðan og ég er byrjuð með öðrum strák,sem er vinur hinns. þótt ég sé rosa hrifin af núverandi kærastanum mínum get ég ekki hætt að hugsa um hinn.við erum mjög góðir vinir og ég veit að hann elskaði mig einu sinni og var mjög lengi að ná sér eftir sambandsslitin.en spurningin er hvort að hann sé hættur að elska mig. ég vil ekki hætta með kærastanum mínum útaf strák sem er síðan óvíst að nokkuð eigi eftir að ske með.en ég elska hann samt útaf lífinu,og þetta er eini strákurinn sem hefur látið mér líða svona. hvað á ég að gera?