Þannig er mál með rentu að ég var hrifinn af stelpu (sem var og er mjög góð vinkona mín) og allt gott og blessað við það, ég gerði allt sem maður gerir og það endaði með að við byrjuðum saman. Þegar við vorum búin að vera saman í ógeðslega stuttan tíma fer hún að verða eitthvað skrítin og ég spyr hvort hún vilji ekki örugglega vera í þessu sambandi, þá fer hún allt í einu ao fá einhverjar efasemdir og við ákveðum bara að hætta saman. Í fyrstu finnst mér það erfitt en svo kemst ég yfir það, við byrjum aftur að hittast og þannig. Svo gerist það eitt sunnudagskvöld að við erum tvö ein að horfa á vídjó saman að við byrjum bara að kyssast, og enginn smá koss, í hálfan tíma og með margskonar fylgifiskum ;) ég er í himnasælu eftir þetta en svo þegar ég spyr hvort hún vilji reyna aftur þá segist hún bara ekki vera viss og núna tölumst við varla saman. Hvað er málið, getur einhver hjálpað mér? ég er enn hrifinn af henni en ég veit bara ekkert hvaða tilfinnigar hún ber til mín og ég veit að ef ég reyni að spurja þá fer hún bara í einhverja flækju! hvernig er ekki hægt að vera viss???