oh, ég vissi eiginlega ekki hvort ég átti að setja þetta hér eða á -syndir.
Sko, að sjálfsögðu er þetta um strák.
ég er ekki hrifin af honum, eða ég veit ekki betur.(skil stundum ekkert hvort ég sé hrifin eða hvað)
Við kysstumst einu sinni, fyrir slysni, og eftir það þá þorði ég ekki að tala við hann eða neitt. Þorði ekki einu sinni að líta framan í hann. ég er sko ekki einhver skræfa eða eitthvað, þetta er bara soldið flókið.
síðan núna um daginn var ég alltaf að hugsa um hann, og hvað mig langaði að senda honum sms, eða tala við hann á msn.
á tímabili þá vorum við alltaf að tala saman, en alltaf þegar hann fór að tala um eitthvað dýpra, en um bíómyndir eða eitthvað þá fór ég alltaf í þessa rosalegu vörn og sagðist alltaf þurfa að fara eða eitthvað,það var alltaf eins og hann vildi eitthvað meira, þá var ég ýkt ömurleg og svaraði honum með einhverju skoti á hann, eða byrjaði að tala um eitthvað allt annað.
Síðan seinna, eftir það, þá ætlaði ég alltaf að fara að tala við hann, en þá er þetta eins og han vilji ekki tala við mig.
hann lítur ekki einu sinni á mig.
og aðalmálið er að ég get ekkert spurt hann hvort alt þetta sem ég var að skrifa sé satt, því ef ég var bara að misskilja eitthvað þá mun ég aldrei geta talað við hann aftur.
-stundum fannst mér að ef ég passaði mig ekki þá gæti hann orðið hrifin af mér eða ekki beint hrifin, bara myndi vilja hittast eða eitthvað, en ég myndi bara segja nei, af því ég er ekki hrifin af honum,ég yrði bara leiðinleg. hann er ýkt fínn strákur og ég vil ekki það gerist!