Ég er búin að vera með kærastanum mínum í rúma 3 mánuði og er alveg í skýjunum með þetta samband. Gaurinn er æðislegur og ég var búin að vera hrifin af honum lengi þegar við byrjuðum saman, og allt gengur bara eins og í sögu.
En Adam verður ekki mikið lengur í Paradís því á hverju sumri vinnur gaurinn útá landi.
Hann kemur í bæinn kannski hverja helgi, e.t.v örlítið sjaldnar, og ég gæti farið til hans af og til líka. Málið er bara að ég veit ekki hvort það yrði eitthvað happy samband þegar hann væri í 4 klst fjarlægð frá mér í allt sumar, mundi kannski hitta hann 5 sinnum í mánuði í tvo daga í senn..gæti þannig samband gengið upp?
Ég vil alls ekki hætta með honum, dýrka hann bara og er dauðhrædd um að missa hann..
Ætti ég nokkuð að taka sénsinn á því að missa hann að fullu þó svo að hann verði í burtu í 3 mánuði?
Vona að þið getið hjálpað mér :-(