Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað má og hvað má ekki í sambandi…
Er það bara persónubundið hvað er framhjáhald og hvað ekki?? ok, ég geri mér grein fyrir því að það er mjög persónubundið!
Sko, vinkona mín er komin í samband við strák sem býr úti á landi, sjálf býr hún í bænum og hún lítur á bókstaflega allt sem framhjáhald… en samt tekur maður oft eftir því að hún er að pæla í hinum og þessum strák… og er jafnvel að leika sér að þeim, með því að vera að gefa þeim undir fótinn. Það er eins og hún geri sér ekki grein fyrir því að hún er að gera akkurat það sem henni finnst gera aðrar stelpur að “druslum”. Ætti ég að benda henni á það? En ég er frekar hrædd við það vegna þess að hún er MJÖG eldfim manneskja…
En aðal spurningin er samt: Hvað er framhjáhald og hvað ekki??
Delos Crapos