<b>Ég</b> veit ekki alveg hvar <b>ég</b> á að byrja en prufum bara byrjunina.

<b>Ég</b> hef alltaf verið verið frekar..hvernig orðar maður það vel…, hlédrægur einstaklingur en <b>mér</b> hefur svo sem alltaf fundist það allt í lagi þar sem <b>ég</b> eyði mestum tíma <b>mínum</b> í tölvunni og á netinu, classic nerd bara.
En allavega með þetta í huga þá kemur það kanski ekki á óvart að <b>ég</b> hef aldrei verið neitt kvennagull, í rauninni þá hef <b>ég</b> aldrei verið mikið fyrir stelpur. Ekki misskilja, <b>ég</b> er mjög gagnkynhneigður en einhverra hluta vegna hef <b>ég</b> ekki verið mikið fyrir að eltast við athygli frá stelpum. <b>Ég</b> hef alltaf hugsað það þannig að þessar stelpur sem hafa verið með <b>mér</b> í bekkjum yfir árin hafi ekki verið <b>mínar</b> týpur og <b>ég</b> stend ennþá fast við þá skoðun.

En þannig er mál með vexti að fyrir þó nokkru síðan byrjaði <b>ég</b> í ákveðnum framhaldsskóla í reykjavík og viti menn, <b>mér</b> leið eins og <b>ég</b> hefði fengið einhverskonar sjokk, og <b>ég</b> sver að fallegri manneskju hef <b>ég</b> aldrei séð á ævinni og <b>ég</b> þori að veðja að <b>ég</b> starði þarna eins og alger fáviti í einhverjar mínútur, <b>ég</b> ætlaði ekki að trúa því hvað manneskjan var falleg.

En allavega <b>ég</b> fór með þetta mál eins og <b>ég</b> hef farið með flest skiptin sem <b>ég</b> hef séð fallega stelpu, hugsa bara “hún á pottþétt kærasta og gæti ekki mögulega haft áhuga á <b>mér</b>”, og þannig leið önnin. <b>Ég</b> sá hana einstaka sinnum á göngum skólans en annars tókst <b>mér</b> mestmegnis að gleyma henni, en þó aldrei almennilega.

Vandamálið byrjaði fyrir alvöru núna nýlega og <b>ég</b> sver, <b>ég</b> hef aldrei trúað á ást við fyrstu sýn en þessi manneskja er að gera mig brjálaðan. <b>Ég</b> er með henni í tíma núna tvisvar í viku og hlakkar til alla vikuna fyrir hvern tíma, alla tímana læri <b>ég</b> varla neitt heldur hugsa bara um hvort <b>ég</b> eigi eftir að þora að tala við hana eftir tíma eða ekki (sem gerist síðan aldrei). Á milli tíma hugsa <b>ég</b> ekki um annað en hvort <b>ég</b> eigi eftir að sjá hana einhverstaðar á göngunum og þegar <b>ég</b> er heima geri <b>ég</b> ekki annað en að hugsa um hana og næsta skipti sem <b>ég</b> fæ að sjá hana.

<b>Ég</b> skil ekki afhverju <b>ég</b> get ekki fyrir mitt litla líf talað við manneskjuna eða bara boðið henni í bíó eða eithvað álíka lummó því að í hvert skipti sem ég ætla mér það enda <b>ég</b> hugsunina á því að hugsa, hvað ef hún hlær bara að <b>mér</b> eða eithvað en þar sem <b>ég</b> er óhemju feiminn á mér líklega aldrei eftir að takast að svo mikið sem segja eitt orð við hana, hvað þá bjóða henni út.

<b>Ég</b> hef ekki hugmynd um afhverju <b>ég</b> var að skrifa þetta hérna en það er svo sem ágætt að geta losað um eithvað svona einhverstaðar, þetta er búið að bjaga <b>mig</b> í meira en ár núna og kominn tími til að sætta sig við að gellur eins og hún eru ekki gerðar fyrir gutta eins og <b>mig</b>.

P.S Ég áttaði mig svona á því núna að manneskjan eða einhver vinkona hennar gæti vel lesið þetta og áttað sig á þessu en þar sem ég er búinn að skrifa þetta allt verð ég bara að senda þetta inn :/<br><br><u>Undralegt</u