ég hef verið að hitta kvennmann nokkrum sinnum með stuttu millibili. Ég á heima útá landi og hún í borginni. Ég kem ekki oft til rvk en ég kom um þarseinsutu helgi. Ég hitti hana heima hjá heinni eitt kvöldið og horfðum við á mynd með vikonu hennar. Eftir það fór vinkonan heim til sín svo að við tvö vorum ein eftir. Stelpan byrjaði strax að dúlla sér eitthvað í síma en ég þóttist vera að horfa á sjónvarpið. Í raunnni var ég að pæla hvað ég ætti að segga við hana sem væri viðeigandi, en við þekkjumst ekki neitt geðveikt vel. En þó vel :) . Allavega þá var hún svona feimnisleg EÐA óhugalaus. Ég veit reyndar að hún er feimin persóna svo að ég bjóst við því, en var þó ekki viss, en nóg með það. Þá er það vandamálið. Ég ætlaði að sega henni hvað mér þætti um þetta allt og um hana og þannig, svona til að brjóta ísinn. En neinei, ég gjörsamlega fraus! ég gat ekki komið út orði, og það var hræðilegt að geta það ekki. Og það endaði með því að það var náð í mig og mjöög lítið gerðsit þetta kvöld..fúllt…

og ég er að spá, hvað get ég gert til að auka sjálfstraustið, kjarkinn til að tala við hana um okkur, næst þegar ég hitti hana?