hæhæ kæru hugarar….

núna uppá síðkastið hef ég mikið vellt þessu fyrir mér, hvað ást er eiginlega! okey ég er búin að vera með kærastanum mínum í 2 vikur en þekkja hann í 2 mánuði og við erum búin að vera dúlla okkur alveg síðan við kynntumst….

málið er að ég er svo virkilega hrifin af honum að ég get ekki hugsað mér að missa hann, og hvað þá líta á aðra stráka! mér líður einfaldlega svo rosalega vel hjá honum og finnst eins og ekkert geti komið fyrir mig…. ég veit allveg að hann er líka mjög hrifin af mér og ég treysti honum 100%…..

svo núna um mánaðarmótin fór hann á sjó og er búin að vera í rúma viku og ég er gjörsamlega að missa mig! ég sakna hans svo rosalega mikið að það geta engin orð lýst því! mér finnst eins og það vannti heilan part í mig, og ég hef einhvern vegin ekkert að gera….. það eru sirka 3 vikur í að hann komi heim en ég bara er ekkert að höndla að bíða svona lengi…..

ég veit allveg að það á eftir að vera allveg æðislegt að fá hann aftur heim og ef eitthvað er þá verði sambandið okkar bara enþá betra en mér finnst tíminn bara svo lengi að líða…..

þá kem ég að kjarna málsins, gæti ég kallað tilfinigar mínar til hans ást eða er þetta bara hrifning? ég er svo ógeðslega hrifin af honum að það eru valla til orð til að lýsa því og mér þykir ótrúlega vænt um hann og vill að ekkert komi fyrir hann….

mér líður allveg æðislega í fyrsta skipti í mörg ár, og vinir mínir taka allveg eftir því, ég verð betri við alla í kringum mig og er ánægð með lífið….

mér finndist æðislegt er einhver þarna úti gæti svarað spurningunni minni og svo óska ég ykkur öllum hins besta í ástarmálum og vona að þið eigið öll eftir að verða ástfangin á næstunni, eða í lífinu…..

takk takk og gleðikveðjur greenragga ;D
p.s. ég vil EKKI fá comment á stafsetningu ég veit ég er léleg í henni!!!!