Sælir hugarar
Þannig er mál með vexti að ég er í framhaldskóla og er með stelpu sem ég er alveg yfir mig hrifina af í nokkrum tímum. Ég byrjaði að spjalla við hana um daginn og við höfum náð ágætlega saman þó að við höfum nú bara aðallega verið að spjalla um skólann og það sé ég sem tala og spyrji meiri hlutann af samræðum okkar(það er nú oftast hlutverk strákanna:)mig langar rosalega að spyrja hana hvort hún vilji hitta mig. En hef ekki þorað að spyrja hana því ef hún segir NEI þá verður það svo vandræðalegt að mæta í skólann þar sem hún er með mér í nánast öllum tímum og þar sem við höfum kynnst ágætlega þá veit ég ekki hvernig samskipti okkar yrðu ef hún vissi að ég sé hrifinn af henni! ég veit ekki heldur hvort að hún sé með strák en er allveg að farast hvað ég er hrifinn af henni!!
Ef einhver lumar á svari sem gæti hjálpað þá væri það æðislegt:)