Þannig er að bólfélaginn minn (sem er líka góður vinur minn) og ég erum búin að vera í ríðusambandi í næstum tvo mánuði. Við vildum hvorugt fast samband fyrir mánuði síðan en núna er ég orðin alveg rugluð í hausnum. Mér finnst hann vera farinn að ýta mér soldið frá sér og ég veit ekki hvernig ég á að taka því. Vill hann ekkert meira eða er þetta út af því að hann á það til að ýta fólki frá sér sem honum þykir vænt um.
Kræst, ég vildi óska þess að ég vissi það. Mér þykir rosalega vænt um hann og hélt á tímabili í gær að ég væri að verða ástfangin af honum en ég veit bara ekki hvað ég á að segja við hann.