Ég er algjör hæna, ég er þokkalega myndarlegur gaur og lendi oft í því að stelpur daðra við mig. Málið er að ég þori svo sjaldan að reyna við stelpur, bíð alltaf eftir því að þær taki fyrsta skrefið.

Þannig að þegar ég næ í stelpur er það þegar þær reyna við mig. Ég hef alltaf fullt af targetum sem ég geri svo aldrei neitt í að hössla.

Mér tekst þó oft að hafa sjálfstraustið gott (held kannski of fot að stelpa sé að reyna við mig þegar það er ekki rétt) en ég held jafnvel að ég sé svona týpa sem geri of mikið til að vera draumapiltur, svona leikfang eitthvað.

Þó að það komi stelpa til mín sem ég hef lítinn áhuga á þá reyni ég alltaf að verða áhugaverður fyrir henni og ef þær eru ákafar þá enda ég mjög líklega með henni bara til að gera henni til geðs.

Þetta sést líka betur á því að ég verð aldrei hrifinn af stelpu öðruvísi en kynferðislega fyrr en eftir að ég er byrjaður með henni. Þegar ég er búinn að vera með henni í eihnvern tíma byrja ég að verða hrifinn.

Gæti aldrei elts við stelpur, ætti erfitt með að reyna við einhverja nema vera viss um að hún muni vilja mig.

Er ég svona hræddur við að fá NEI svar, er það kannski þessvegna sem ég þori aldrei að vera fyrri til, og reyni allt til að vera draumapiltur stúlkunar.

Svo þegar ég er kominn á fast á veit þá náttla að stelpan vill mig þá þarf ég ekki lengur að vera draumapilturinn. Þannig fara kannski sambönd mín í vaskinn.

Var einu sinni nýbyrjaður með stelpu sem reyndi við mig fyrst og þá fóru fullt af öðrum stelpum alltaf að segja við mig að ég ætti betra skilið and so on.

Vá hvað ég hef mikið að segja, jæja verð að láta þetta nægja í bili. Segjið bara hvað ykkur finnst um þetta.