Kæru hugarar, ég er í vandræðum með einn mjög góðan vin minn sem mér þykir vænt um SEM VIN.
ok, við erum búin að vera vinir síðan í byrjun sumars og þessi strákur er ógeðslega fyndinn og skemmtilegur og allt það, og við vorum mjög oft saman og allar helgar….

allavegana, þá kynntumst við flestum vinum hvors annars og allt var í gúddí og þessi vinur minn gerði allt fyrir mig. Svo sagði hann mér að hann væri smá skotinn í mér og þætti ógeðslega vænt um mig og blabla og ég hélt að honum langaði bara að ríða mér og tók ekkert mark á þessu. Svo hringdi hann í mig um daginn og sagði að hann vildi ekki hitta mig lengur (honum leið geeeðveikt illa) því að hann væri búinn að reyna svo mikið og ég gæfi ekkert tilbaka og hann væri orðinn sjúklega hrifinn og hafði aldrei fundið svona tilfinningar til neinnar stelpu áður og blabla.

ég vissi bara ekkert hvað ég átti að segja, ég ber ekki neinar svona tilfinningar til hans en mér þykir vænt um hann og vill ekki missa hann sem vin! hvað á ég að gera?
MEð von um gott ráð…
kv. aras