Ég á vinkonu sem á kærasta… Ok allt gott með það, þau eru búin að vera saman í heilt ár sem er svolítið mikið en vandamálið er að kærastinn hennar er búinn að dæma sambandið algjörlega af því að hann býr úti á landi og er að fara að flytja en ef hann flytur ekki í bæinn þá nennir hann ekki að láta sambandið ganga… Hann sagði þetta svona beint út við vinkonu mína og mér finnst það ekki allt í lagi… Þetta er búið að ganga mjög vel hjá þeim og vinkona mín er alveg í rusli yfir þessu… en finnst ykkur eðlilegt að kærastinn láti svona en sé samt alltaf að segja hvað hann elski hana mikið og að hann vilji eyða ævinni með henni… Ég vildi bara fá ykkar álit á þessum strák… mér finnst hann ekkert nógu góður fyrir hana en hún vill als ekki láta hann lausann!
- -¤–^] takk fyrir og góða nótt [^–¤- -