Margar ungar stúlkur líta svo á að segi þær móður sinni frá því að þær séu byrjaðar að hafa kynmök, þá mæti þær ekki skilningi hennar heldur höftum af hennar hálfu. Höftin feli það t.d. í sér að stúlkunni verði bannað að hitta strákinn sem hún er með eða meiri höft sett á útivistartíma að kvöldlagi. Jafnframt leitar ungt fólk meira í vinahópinn og vill gjarnan samsama sig honum. Það gildir um kynlífshegðun sem aðra hegðun. Í vinahópnum ganga iðulega sögur um kynhegðun einstaklinganna innan hópsins. Skilaboð um kynhegðun annarra gefa hinum í hópnum vísbendingar um hegðun sem iðulega er ekki eftirsóknarverð. Margir einstaklinganna byrja að hafa kynmök en eru í raun ekki tilbúnir til þess. Það getur hins vegar verið of mikið mál að standa á móti straumnum. Þannig getur ungt fólk leiðst út í athafnir sem það að mörgu leyti er ekki hugarfarslega tilbúið að taka þátt í, heldur til að þóknast öðrum.


Þetta er allveg satt!En það er ein spurning!er ekki meira leift strákunum að gera það en stelpunum!jú ég held að það sé af því að kasnnki gætu strákarnir verið so ábyrgðar lausir gegn því að nota smokka!Mér finnst það ekki mér finnst að foreldrar ættu að leifa börnum sínum jaa 14 ára eða eikað soleis að fra að stunda etta ég meina ekkert er sjálfsagðar en það!