Ég er búin að komast í einu í sambandi við samskipti mín við stráka..
Þetta er ekki þess virði að hafa áhyggjur af! Í alvörunni sko, maður er kannski hrifinn af strák, og hann virðist eitthvað vera að pæla í manni líka, en svo þegar eitthvað smá fer að gerast þá bara bakka þeir og koma með einhverjar ömurlegar afsakanir eða eitthvað svoleiðis. Flestir strákar eru bara svona (allavega þeir sem ég hef verið svo óheppin að falla fyrir), ég verð bara að sætta mig við það.
Þannig að ég er að pæla í að hætta að pæla í strákum, því að þegar maður er að leita þá finnur maður engan, allavega ekki ég.
Svo er maður líka alltaf eyðilagður og geðveikt leiður þegar maður finnur út að sá sem maður er að spá í vilji mann ekki, hafi bara verið að nota mann eða byrji að dúlla sér með annarri stelpu.

Þetta er bara vesen! Og sorry ef að ég er að eyðileggja skapið í ykkur og drepa ykkur niður með þessum orðum, ég varð bara að koma þessu frá mér :)

En maður má samt aldrei missa vonina, og ég ætla ekki að gera það. Það er samt ekki eins og ég þurfi að stressa mig eitthvað mikið á þessu, ég er nú bara 17 ára ennþá :)
En takk fyrir að lesa þetta, vildi bara fá smá útrás :)
Kveðja,
friend
Ég finn til, þess vegna er ég