Blessað veri fólkið. - Var ekki viss hvort þetta ætti að fara inn sem grein eða korkur, ákvað að liggja lágt og senda þetta inn sem kork ;)

Ég fór að hugsa um aldur og aldurstakmörk sambanda þegar ég frétti af því að systir vinar míns hefði slegið sér upp með strák sem er 3 árum eldri en hún sjálf, þá erum við að tala um að hún er 14 en hann 17. Vini mínum virtist standa á sama, en ég var ekki svo viss. Ég fór að hugsa og lýta aðeins í kringum mig og sá þá mörg sambönd með.. tja aldri sem fékk mig til að hugsa skulum við segja. En mig langar aðeins að forvitnast um hvaða skoðanir lesendur huga hafa á málinu, er einhver “réttur” aldur fyrir sambönd nútímans?
Mér persónulega finnst 14vs17 sambönd full lágt, en svo hugsar maður um 19vs22 eða 18vs21 samböndin og þau eru í góðu lagi að mínu mati, afhverju finnst mér þá 14vs17 sambönd svona slæm? Mér datt líka í hug að það sé eitthvað líffræðilegt og/eða færi kannski bara eftir þroska hvers einstaklings fyrir sig.
Sambönd sem fara neðar en 14 fara ekki vel í mig. Ég veit alveg hvar ég stend þar. Svo veit ég um annað samband þar sem stelpan er 16 en strákurinn 14, ég er tiltörulega sáttur með það en oftast er strákurinn eldri, sjálfur er ég 17 og gæti ekki hugsað mér að byrja með 14 ára stelpu,en gæti samt hugsað mér að byrja með 19 ára stelpu. Kannski ég hugsi svona útaf venjum sem samfélagið hefur skapað í kringum sambönd. Það er örugglega bara pérsónulegt hvað hverjum og einum fynnst, þetta fékk mig bara til þess að hugsa, endilega segið mér álit ykkar á málinu og flameið mig að vild..

Í von um bjarta framtíð, Metalfreak.

www.fjandinn.com