ég er nú að spá aðeins, hvernig veit hvað er bara skot,hvolpaást og ást. Ég er nú búin að vera hrifin af sama stráknum í nokkra mánuði og það hefur aðalega aukist með tímanum, þótt ekkert mikið sé að gerast hjá mér í þessu máli, (hann veit samt að ég sé hrifin af sér).

Þá kemur upp spurningin, er þetta ást?
Eða er þetta bara skot eða hvolpaást.Þessi efi kemur upp af því að vinkona mín var svo ógeðslega hrifin af ákveðnum strák að hún hefði gert allt fyrir hann og núna ef maður talar um þennan strák þá er það bara “oj,ég trúi ekki að ég hafi virkilega spáð í þennan strák”

Þetta er ekki bara svona hjá henni heldur mörgum sem ég þekki!
Hvar er strikið, hvernig veit maður hvað það er sem maður er að finna, veit maður það?
ég spyr nú bara.

-smá útrás á lyklaborðinu! :)