bara láta vita að ég er frekar drukkinn þegar ég skrifa þetta en ég meina samt allt sem ég segi.

Svo er m´l með vexti að ég er ógeðslega hrifinn af einni stelpu
hún er eiginlega besta vinkona mín mundi gera allt fyrir hana,
en við vorum í partýi í kvöld/gær og það var alltaf einhver gaur utan í henni að kyssa hana og svona og ég meina ég var orðinn svo pirraður að ég hefði getað barið gaurinn svo illa að hann hefði ekki talað aftur en auðvitað gerði ég það ekki….
kýldi bara í vegg þarna og það kom gat :P… en ég var að spá hvernig get ég losnað við þessa afbrýðissemi, er alltaf hugsandi um hana, held að hún sé ekkert hrifinn af mér, vil ekkert vera spurja hana útaf það gæti stofnað vináttu okkar í hættu og ég vil það ekki, en ég meina alltaf þegar einhverjir gaurar eru utan í henni verð ég geðveikt pirraður og langar helst að jarða gaurinn, veit að það er ekki sanngjarnt gagnvart henni og vil helst losna við þessa afbrýðissemi.

Einhver ráð?:)