Þannig er nú mál með vexti að ég er búinn að kynnast stelpu sem er mjög fín og skemtileg og við virðumst passa alveg rosalega vel saman, við höfum verið að djamma soldið saman og svona.

En þegar við vorum að djamma þá fór hún svona tvisvar að tala við aðra stráka og dansa við þá án þess að vera kannski að daðra eitthvað.

En svo hringd ég nú daginn eftir og bauð henni út.bara þetta venjulega út að borða og kannski bíó og svoleiðis.
Hún sagði já og allt í góðu með það.
En þegar maður fer á djammið með stelpum og þær eru eitthvað að tala og dansa við aðra stráka er það hint að maður eigi ekki séns eða er þetta bara normal?

Ég er orðinn frekar hrifinn af þessari stelpu en vill ekki vera að eltast við hana ef á bara eftir að fara illa út úr því….

En hvað fynnst ykkur um þetta gott fólk??