Ég hef verið að velta þessu fyrir mér af hverju þurfa íslendingar alltaf að taka hina og þessa siði upp eftir öðrum þjóðum?
Eins og til dæmis valentínusardagur. Hverjir voru það sem að fóru að brydda uppá þessu nú auðvitað blómasalar til að selja aðeins meira en ég get ekki betur séð en að þeir fái alveg ágætlega í kassann t.d er bóndadagur nýlega liðinn og brátt kemur að konudegi og þar á milli er þessi dagur valentínusardagur.
Af hverju geta íslengingar ekki fundið uppá einhverju sjálfir.
Ég er ekki á móti rómantík alls ekki. En það er samt óþarfti að fólk fari að hlaupa til útaf einhverjum degi. Satt best að segja fyndist mér miklu rómantískara ef maðurinn minn kæmi heim og gæfi mér blóm þannig að það kæmi á óvart sem sagt ekki á einhverjum skipulögðum degi því það er ekkert rómantískt við það.
Ég er mjög ánægð með minn mann og er mjög ástfangin en ég vil samt ekki að hann fari að kaupa blóm bara útaf einhverjum degi því þá þætti mér hvorki ég né blómin sérstök.
En auðvitað eru þetta mínar skoðanir.
Það væri samt gaman að vita hverjir af þessum sem að svöruðu (hverjir ætla)ætla sér í alvöru að halda uppá þennan dag?
Góða skemmtin ef svo er.
Kveðjur,
Krusindull<BR