Okei, þetta er ekkert alveg rosalega mikilvægt en ég þarf samt ykkar hjálp!!
Mig langar til að spurja ykkur; hafiði verið hrifin af einhverri/einhverjum sem þið þekkið ekki neitt en sjáið oft, t.d. í vinnunni, í skóla eða hvar sem er? Og þið getið ekkert gert í því, því að þið þekkið viðkomandi ekki neitt?
Ég er nefnilega að verða geðveikt hrifin af einum strák sem vinnur á sama stað og ég, við þekkjumst ekki neitt, en hann er geðveikt sætur og ég finn eiginlega til svona samkenndar með honum (eða hvað sem þetta kallast!).. og ég hef tekið eftir því að hann horfir nú stundum soldið á mig, en kannski er það bara ímyndun hjá mér.. Það er geðveikt skrýtið að ég sé svona hrifin af honum, því eins og ég sagði þá þekkjumst við ekki neitt!
Ætti ég kannski að tala við hann ef við myndum kannski hittast eikkern tímann á djamminu? Við búum sko bæði í frekar litlu samfélagi, þannig að það yrði örugglega auðvelt..!
En ég vil bara fá ykkar ráð og sjá hvað ykkur finnst um þetta..!
Takk fyrir,
kveðja friend :D<br><br>Lífið er eins og konfektkassi…þú veist aldrei hvaða mola þú færð!! :o)
_____________________________________________

Kíktu endilega á kasmír síðuna mína og skráðu þig í gestabókina, skiptir ekki máli þótt þú þekkir mig ekki! :-D
Ég finn til, þess vegna er ég