Þannig standa málin, að ég er með stelpu, við höfum verið saman nokkuð lengi. En ég get stundum orðið ótrúlega fúll út í hana og þá eiga menn auðvitað að tala um vandámálin. En nei, ég get það bara hreynlega ekki. Það er allveg ótrúlegt að hún hafi fyrirgefið mér fyrir þau skipti sem ég hef næstum bara farið í burt og orðið geðveikt fúll, hún sér að ég sé fúll en vill sammt hellst ekki tala um það. En þegar ég vill tala um vandamálin fynnst mér það svo asnalegt… bara segja við hana, æjj það fer í taugarnar á mér að þú ert alltaf að hitta þessa krakka… eða eitthvað svoleiðis.

Við erum held ég bara feimin (við að ræða saman um vandamál) við hvort annað en sammt ekki feimin. Sammt er ég alltaf allveg ótrúlega hræddum um hana og verð því alltaf að vera með henni.

Er það venjulegt að vera svona hræddur um aðra manneskju, að hún sé að gera eitthvað ótrúlega skemmtilegt og sjálfur er maður í vinnunni eða eitthvað. Og þótt ég efast um það: er einhver leið til þess að bjóta upp “vandamála-ísinn” á maður bara að setjast niður eitt kvöldið og tala um öll vandamálin, er það ekkert fáranlegt??