Hæ…
Ég er ný búin með grunnskóla og er dáldið ráðvillt. Ég veit að ég ung og veit ekki mikið um þetta en ég held að ég sé að missa trú á strákum. Núna er komið sumarfrí og ég var að hugsa um síðasta árið í grunnskóla og hvað hefur gerst hjá mér í ástarmálum og ég var að komast að niðurstöðu að ég hef ekki hitt strák sem hefur verið hrifinn af mér og ég á móti. Eða ég var hrifin af stráknum en hann ekki af mér eða eitthvað svipað. Núna á ég mjög erfitt með að vera hrifin af einhverjum og ég veit ekki hvort það breytist eitthvað bráðlega. Því eina sem strákar hafa gert mér er að særa mig og ekkert annað. Svo segir fólk við mig eftir að einhvern “dömpar” mér að það séu fleiri fiskar í sjónum og ég spyr bara hvar eru þessir helvítis fiskar?? Er ég á einhverju eitruðusvæði eða hvað?? Því að ég finn bara hálfvita og aula sem nota mig. Hvar eru þessir strákar sem eru góðir við mann og hrifnir af manni?? Hvað þarf maður að gera til að finna þá??