Vinkona mín er búin að vera í sambandi með strák í 4 ár. Fyrir viku síðan skilur hann eftir bréf og segist þurfa að segja nokkuð hræðilegt: Ég elska þig ekki lengur, en ef ég gæti elskað þig, myndi ég að sjálfsögðu gera það…ég er nefnilega hrifinn af annarri sem vinnur með mér.
Vinkona mín fær taugaáfall, uppdópar sig af verkjalyfjum, lendir á spítala og ælir og grætur stöðugt!!!
3 dögum síðar, um nóttina, kemur hann og segir að þetta hafi verið fljótfærni og að hann elski hana ennþá og ætlar að hætta að vinna með hinni svo þetta líði hjá!!!
Hún tekur hann aftur í sinn faðm og þau fara strax heim á leið.
En verður sambandið nokkurn tímann eins? Verður hann ekki auðveldlega hrifinn af annarri á næsta vinnustað? Þetta er hræðileg höfnun!!! Svo spyr ég hana í sms daginn eftir hvernig þau hafi það, þá segir hún: sæmilega, en ég er svo þreytt eftir þetta. Ég sárvorkenndi henni og ég táraðist sjálf, því þetta virtist traustur og góður strákur og þau virtust svooo hamingjusöm! Mjög ólíkar týpur en happy. Svo verða þau bara að ráða framúr þessu sjálf, maður reynir að forðast afskiptasemi, en ég myndi vara hana stöðugt við ef ég væri afskiptasöm. Maður á aldrei að leika sér að tilfinningum þess sem maður “elskar” og koma svo skríðandi til baka og vonast eftir trausti.