Ég hef verið að pæla í því í svolítinn tíma af hverju það er alltaf þannig að ef maður hættir með manneskju,pælir maður bara í því slæma í fari hennar og man bara eftir því vonda. Ég hætti með strák í maí og við skildum í góðu og allt og sambandið okkar var ágætt og allt það, en ég get bara ekki munað eftir neinu sérstöku sem var gott. Man bara eftir þessu leiðinlega. Hafið þið lent í svipuðu? Vitið þið afhverju þetta er svona?