Í einni grein hér á huga sem ég man ekkert eftir hvern hún var, þá var einn sem sagðist ekki elska kærustu sína en þætti ofboðslega vænt um hana. Hver er munurinn? Svo hef ég heyrt að sumir geti ekki sagt: Ég elska þig, en segja samt: jæja ástin mín(er það þá ekki sama og ást???
Sumir hafa kannski sagt við kærustu sína: Ég veit ekki hvort ég elska þig, en mér þykir MJÖÖÖÖG vænt um þig.

Hvað finnst ykkur vera munurinn á þessu? Er þetta hræðsla við að segja að maður elski einhvern…sama sem og að vera hræddur um að vera hafnað eftir að hafa sagst elska viðkomandi? TELL ME PLEEEASE