Sko, ég veit ekkert hvað ást er, en samt held ég að ég sé að upplifa hana núna, í fyrsta skipti….
Þannig er mál með vexti að ég og kærastan mín hættum saman fyrir tæpum 3 mánuðum og allt í góðu, héldum áfram að sofa saman, maður cut-ar ekkert á sambandið bara, en vorum samt ekkert saman. Svo núna, byrjaði hún með strák og sá ekki einu sinni í sér þann sóma að drullast til að segja mér frá því, varð að frétta það héðan og þaðan. Þar sem ég er þessi typical íslenskur karlmaður, þá trompaðist ég, varð alveg sóðalega sár gaur. En ég hef aldrei elskað þessa stelpu, fyrr en núna, þegar hún er kominn með annan gaur…hvað á ég að gera (btw, ég held að þessi gaur sé nú bara svona “plástur” hjá henni, ekki svo langt síðan að hún sagði mér síðast að hún elskaði mig) en kannski er ég bara að ljúga að sjálfum mér.
Hvað á ég að gera? Hún virðist alltaf vera svooo hamingjusöm þegar ég sé hana og hún mig (margar vinkonur mínar segja að þetta sé nú ábyggilega ekki alveg svona sönn bros hjá henni, ef þið skiljið hvað ég meina ;) ) á ég bara að láta hana í friði eða segja henni að ég elski hana og vilji hana aftur? (það var eitt sem truflaði hana ógeðslega, að ég elskaði hana ekki, hvað gat ég gert!?! ) og þetta er besti vinur minn í heiminu, (stelpan sko) eða var, þar sem við tölumst ekki saman í augnablikinu…. HJáLP!